Tarik Ibrahimagic, miðjumaður Víkings úr Reykjavík, var besti leikmaður 24. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Tarik átti mjög góðan leik fyrir Víkinga þegar liðið vann dramatískan sigur gegn Val, 3:2, í efri hluta…
Bestur Tarik Ibrahimagic var hetja Víkinga gegn Val á Hlíðarenda.
Bestur Tarik Ibrahimagic var hetja Víkinga gegn Val á Hlíðarenda. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Tarik Ibrahimagic, miðjumaður Víkings úr Reykjavík, var besti leikmaður 24. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Tarik átti mjög góðan leik fyrir Víkinga þegar liðið vann dramatískan sigur gegn Val, 3:2, í efri hluta deildarinnar og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í leiknum sem fram fór á Hlíðarenda sunnudaginn 29. september. 24. umferðin var leikin á sunnudaginn og lauk á mánudaginn með leik Stjörnunnar og ÍA í Garðabæ.

Daninn Tarik, sem er 23 ára gamall, jafnaði metin fyrir Víkinga í 2:2 á 69. mínútu með frábæru skoti utan teigs. Hann tryggði Víkingum svo sigurinn með marki í uppbótartíma, aftur með frábæru skoti, úr teignum en Víkingar endurheimtu toppsæti deildarinnar með sigrinum og eru með jafnmörg stig og Breiðablik.

Tarik gekk til liðs við Víkinga í byrjun

...