Markaðsstjóri þarf, eins og margir stjórnendur á Íslandi, að vera meiri fjölfræðingur en sérfræðingur.

Stjórnun

Þórður Sverrisson

Ráðgjafi hjá Stratagem

Markaðsmál hafa undanfarin ár fengið aukið vægi í stjórnun fyrirtækja enda mikilvæg kjölfesta í stöðu og styrk á markaði. Og á sama tíma hefur skilningur aukist á því hvað markaðsmál í raun fela í sér; að þetta snúist ekki bara um auglýsingar (eins og loddi lengi við hugtakið „markaðsmál“) heldur feli stjórnun markaðsmála í sér víðtæk verkefni. Verkefni sem snerta rannsóknir af ýmsu tagi, greiningu þarfa og skilgreiningu markhópa, skipulagningu á vöru- og þjónustuþróun, innri markaðsmál í fræðslu og þjálfun, markaðssetningu með fjölbreyttum leiðum, vörumerkjastjórnun, skipulag viðskiptatengsla, stjórnun þjónustu og mælingar á árangri. Þannig er ljóst að viðfangsefnið er viðamikið sem leiðir hugann að því sem nauðsynlegt er að einkenni

...