Íslenskur læknir skrifaði út óhóflegt magn af ávana- og fíknilyfjum um níu ára skeið til sjúklings eftir að hann var látinn. Breytti hann meðal annars lyfjameðferð sjúklingsins, sem var kona, mikið á tímabilinu samkvæmt upplýsingum frá sambýlismanni …

Íslenskur læknir skrifaði út óhóflegt magn af ávana- og fíknilyfjum um níu ára skeið til sjúklings eftir að hann var látinn. Breytti hann meðal annars lyfjameðferð sjúklingsins, sem var kona, mikið á tímabilinu samkvæmt upplýsingum frá sambýlismanni hennar án þess að sannreyna hvort breytingarnar skiluðu árangri og að hún væri yfirhöfuð á lífi.

Fjórfaldaði læknirinn meðal annars skammt hennar af töflum yfir um sex ára tímabil, en skammtarnir og tíminn kölluðu á gott eftirlit með sjúklingi. Var magnið „langt umfram það magn sem eðlilegt mætti teljast. Jafnvel svo mikið að það gæti ógnað heilsu sjúklings.“

Að lokum gaf læknirinn út vottorð vegna umsóknar um örorkubætur þegar konan hafði verið látin í þrjú ár. Var vottorðið meðal annars notað til að svíkja út örorkubætur til fjölda ára eftir andlát

...