Úrslitaleikur Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Úrslitaleikur Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson. — Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Veszprém frá Ungverjalandi og Magdeburg frá Þýskalandi mætast í úrslitaleik HM félagsliða í handbolta í Kaíró klukkan 17 á morgun. Veszprém tryggði sér sæti í úrslitum með sigri á ríkjandi Evrópumeisturum Barcelona, 39:34, í framlengdum leik. Bjarki Már Elísson var ekki á meðal markaskorara Veszprém. Magdeburg vann Al Ahly frá Egyptalandi, 28:24. Ómar Ingi Magnússon gerði þrjú mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson tvö.