Áfengi Vefverslun með áfengi verður leyfð skv. frumvarpsdrögum.
Áfengi Vefverslun með áfengi verður leyfð skv. frumvarpsdrögum. — Ljósmynd/Colourbox

Dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingar á áfengislögum sem gerir ráð fyrir að heimilt verði að reka innlenda vefverslun með áfengi í smásölu að ákveðnum skilyrðum.

Segir í umfjöllun um frumvarpið, að markmið þess sé m.a. að jafna stöðu innlendra áfengisvefverslana við sambærilegar vefverslanir erlendis, sem íslenskum neytendum er nú þegar heimilt að versla við. Frumvarpinu sé ekki ætlað að stuðla að aukinni neyslu áfengis heldur að marka lagalegan ramma um það fyrirkomulag sem nú sé til staðar án heimildar.

Fjöldi innlendra vefverslana

Í greinargerð með frumvarpsdrögunum segir að í núverandi lögum séu ekki settar skorður á heimildir einstaklinga til þess að flytja inn áfengi að utan, t.d. í gegnum vefverslanir, og hafi því slík verslun viðgengist um

...