” Skuldahlutföll hafa sjaldan verið lægri í sögulegu samhengi og skuldavöxtur verið hóflegur á undanförnum árum. Þannig að staðan er góð sem slík.
Haukur bendir á að fjármálaskilyrðavísirinn hafi hækkað sem gefi til kynna að að fjármálaleg skilyrði hafi batnað.
Haukur bendir á að fjármálaskilyrðavísirinn hafi hækkað sem gefi til kynna að að fjármálaleg skilyrði hafi batnað. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Haukur Camillus Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, segir að þó litlar vísbendingar séu fyrir hendi enn sem komið er þá gæti það orðið svo að vanskil aukist vegna efnahagsumhverfisins.

Seðlabankinn hefur gefið út að þrátt fyrir hátt vaxtastig séu enn lítil merki um vaxandi greiðsluerfiðleika á útlánum banka til heimila.

Haukur segir Seðlabankann fylgjast vel með stöðunni og sjái enn sem komið er engin sérstök hættumerki.

„Við erum alltaf að fylgjast með og vanskil gætu farið að aukast hjá heimilum og fyrirtækjum. Viðnámsþróttur heimila og fyrirtækja er þó mikill um þessar mundir.“

Haukur bætir við að ef skuldahlutföll séu skoðuð þá hafi þau sjaldan verið lægri í sögulegu samhengi.

...