60 ára Margrét María er fædd og uppalin í Kópavogi en hefur auk þess búið víða um land eða á Húsavík, Seyðisfirði, Ísafirði, Blönduósi og Akureyri. Nú síðast á Eskifirði. Þá hefur hún búið erlendis; í Kaupmannahöfn og Ohio í Bandaríkjunum.

Margrét María lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi og kandídatsprófi í lögræði frá Háskóla Íslands, kennsluréttindum frá Háskólanum á Akureyri og þá er hún með MBA-gráðu frá Háskólanum í Highlands and Islands í Skotlandi.

„Ég hef tileinkað starfsferil minn mannréttindum með einum eða öðrum hætti en ég var framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, umboðsmaður barna, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Síðustu árin hef ég starfað sem lögreglustjórinn á Austurlandi.

...