Nýtt tímabil á Íslandsmóti kvenna í körfubolta fór af stað í gærkvöldi með þremur leikjum í úrvalsdeildinni. Heimavöllurinn reyndist liðunum vel, því heimaliðið fagnaði sigri í öllum leikjunum. Njarðvík lék sinn síðasta leik í Ljónagryfjunni fyrir flutninga í Stapagryfjuna, nýtt íþróttahús í bænum
Hlíðarendi Hin hollenska Esther Fokke sækir að körfu Valsliðsins í gærkvöldi. Landsliðskonan Ásta Júlía Grímsdóttir verst henni glæsilega.
Hlíðarendi Hin hollenska Esther Fokke sækir að körfu Valsliðsins í gærkvöldi. Landsliðskonan Ásta Júlía Grímsdóttir verst henni glæsilega. — Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Körfuboltinn

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Nýtt tímabil á Íslandsmóti kvenna í körfubolta fór af stað í gærkvöldi með þremur leikjum í úrvalsdeildinni. Heimavöllurinn reyndist liðunum vel, því heimaliðið fagnaði sigri í öllum leikjunum.

Njarðvík lék sinn síðasta leik í Ljónagryfjunni fyrir flutninga í Stapagryfjuna, nýtt íþróttahús í bænum. Liðið fagnaði áfanganum með því að sigra granna sína í Grindavík, 60:54.

Brittany Dinkins fór á kostum fyrir Njarðvík, skoraði 31 stig og tók 12 fráköst. Emilie Hesseldal skoraði 11 stig og tók tíu fráköst.

Hulda Björk Ólafsdóttir var stigahæst í jöfnu liði Grindavíkur með 13 stig. Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Katarzyna Anna

...