Leifur Hallgrímsson
Leifur Hallgrímsson

Flug­fé­lagið Mý­flug hef­ur sagt upp öll­um 13 flug­mönn­um flug­fé­lags­ins. Von­ast er til þess að um tíma­bundna ráðstöf­un sé að ræða.

Fé­lagið hef­ur fá verk­efni en gerði til­boð í flug til Húsa­vík­ur og Vest­manna­eyja. Ekk­ert ból­ar þó á svör­um frá Vega­gerðinni. Þetta seg­ir Leif­ur Hall­gríms­son fram­kvæmda­stjóri Mý­flugs. „Við erum með allt of marga flug­menn miðað við verk­efni. Við erum að von­ast til þess að geta end­ur­ráðið sem flesta, og helst alla, áður en upp­sagn­ar­frest­ur­inn renn­ur út,“ seg­ir Leif­ur.

Mý­flug hef­ur ein­ung­is einn flug­legg á sín­um snær­um en hann er á milli Hafn­ar í Hornafirði og Reykja­vík­ur. vidar@mbl.is