„Það skiptir máli að vita hver þú ert, hvað þú vilt og hvað þú vilt verða. Með markþjálfuninni kemstu að því. Við verðum að kunna að spyrja okkur sjálf réttu spurninganna og gera hlutina á okkar forsendum.
Anna Claessen er markþjálfi sem segir einkar mikilvægt að skapa góða og djúpa tengingu við skjólstæðinga sína.
Anna Claessen er markþjálfi sem segir einkar mikilvægt að skapa góða og djúpa tengingu við skjólstæðinga sína. — Ljósmynd/aðsend

Anna Claessen er þekkt fyrir að hjálpa fólki að ná fram markmiðum sínum, hvort sem er persónulega eða á vinnustaðnum, enda markþjálfi með mikla reynslu. Sérstaklega er hún reynslumikil sem streitu- og kulnunarmarkþjálfi en samhliða markþjálfun er hún einkaþjálfari sem þjálfar bæði einstaklinga og hópa. Anna talar um að það sé mikilvægt að vera ekki með of marga bolta á lofti í einu en hún vinnur með fjölbreyttum hópi einstaklinga og fyrirtækja þar sem áherslan er á persónulega þróun, aukna sjálfsvitund og árangursríka leiðtogahæfni.

„Nútímakröfur eru alltof miklar. Við þurfum að passa okkur sjálf og læra að segja ekki já við öllu og við verðum að virða mörkin okkar. Það að vinna með mörk fólks er mjög mikilvægt og reynist fólki oft mjög erfitt. Eldri kynslóðin okkar lætur meira vaða yfir mörkin sín og á erfiðara með að segja nei á meðan yngri kynslóðin er meðvitaðri um mörkin og

...