Þegar við búum til ánægjulega upplifun á þeim stað þar sem við verjum stórum hluta af degi okkar sköpum við grundvöll fyrir jákvæðu umtali um vinnustaðinn.
Sonja Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur í markaðsmálum, og Hildur Steinþórsdóttir, mannauðssérfræðingur hjá KPMG.
Sonja Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur í markaðsmálum, og Hildur Steinþórsdóttir, mannauðssérfræðingur hjá KPMG. — Ljósmynd/Aðsend

Fyrirtæki eru í ríkari mæli farin að nýta sér stafræna miðla sem og samfélagsmiðla til þess að vekja athygli á vinnustaðnum sjálfum, fólkinu sem þar starfar og því virðistilboði sem starfsfólki býðst (e. employer value proposition). Þessi innsýn gefur fólki tækifæri á að meta vinnustaðinn og máta sig við hann.

Hildur Steinþórsdóttir mannauðssérfræðingur og Sonja Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur í markaðsmálum hjá KPMG, segja að til þess að skapa sterkt og sannfærandi vörumerki vinnuveitenda þurfi markaðs- og mannauðsfólk að vinna náið saman. Þær segja að markaðs- og mannauðsteymi KPMG sitji oftast saman dags daglega og séu þar að auki með fasta fundi aðra hverja viku þar sem farið er yfir innri og ytri samskipti sem hafa áhrif á vörumerki vinnustaðarins. Nýlega hafi teymin farið saman í stefnumótandi vinnu með það að markmiði að móta áætlun um hvernig KPMG geti betur kynnt vinnustaðinn þó

...