Vinnustaðamenning okkar einkennist fyrst og fremst af gleði, umhyggju, metnaði og virðingu.
Lóa Ingvarsdóttir, forstöðumaður á mannauðssviði, Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og öryggis, og Ægir Viktorsson, forstöðumaður á mannauðssviði.
Lóa Ingvarsdóttir, forstöðumaður á mannauðssviði, Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og öryggis, og Ægir Viktorsson, forstöðumaður á mannauðssviði. — Ljósmynd/Aðsend

Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og öryggis hjá Bláa Lóninu, hefur brennandi áhuga á mannauðsmálum og að setja þau í samhengi við rekstrarlegan ávinning. Hún er rekstrarverkfræðingur með meistaragráðu í mannauðsstjórnun sem nýtist henni vel í starfi.

„Starf mitt sameinar þá þætti sem ég brenn fyrir. Ég hef mikinn áhuga á fólki, rekstri og að ná árangri sem liðsheild. Í starfi mínu hjá Bláa Lóninu skiptir máli að hafa þekkingu á mannlegum þáttum, hæfni til að greina og meta verkefni og að taka ákvarðanir út frá rekstrarlegum ávinningi,“ segir Sigrún.

Ægir Viktorsson, forstöðumaður ráðninga og mannauðsráðgjafar, bendir jafnframt á að vinnustaðurinn sé gríðarlega fjölbreyttur. „Heildarfjöldi starfsfólks Bláa Lóns-fjölskyldunnar telur 800 manns af 40 þjóðernum. Við bjóðum upp á fjölbreytt

...