Staðan kom upp í opnum flokki Ólympíumótsins í skák sem lauk nýverið í Búdapest í Ungverjalandi. Úsbéski stórmeistarinn Nodirbek Abdusattorov (2.766) hafði svart gegn ísraelskum kollega sínum, Maxim Rodshtein (2.600)
Svartur á leik
Svartur á leik

Staðan kom upp í opnum flokki Ólympíumótsins í skák sem lauk nýverið í Búdapest í Ungverjalandi. Úsbéski stórmeistarinn Nodirbek Abdusattorov (2.766) hafði svart gegn ísraelskum kollega sínum, Maxim Rodshtein (2.600). 52. … Hxg4! 53. hxg4 Rf3+ 54. Kh3 svartur hefði einnig unnið eftir 54. Kh1 Hd1+. 54. … Df7! 55. Db8+ svartur hefði mátað hvítan eftir 55. Ha6 Hh5+ 56. gxh5 Dxh5+. 55. … Kh7 og hvítur gafst upp. Nodirbek náði árangri á fyrsta borði sem samsvaraði stigaframmistöðu upp á 2.884 stig. Einungis Indverjinn Gukesh náði betri árangri á fyrsta borði. Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga hefst í kvöld en þá fer fyrsta umferð fram í úrvalsdeild. Keppni í öllum deildum fer svo fram næstu þrjá daga en lokaumferðin hefst kl. 11.00 nk. sunnudag. Teflt verður í Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík, sjá nánar á skak.is.