Stjórnendur þurfa fyrst og fremst að skilja að vellíðan starfsfólks og heilbrigð menning er ein af meginforsendum þeirra að árangri.
Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðsstjóri Advania segir að hjá Advania séu þau meðvituð um að til þess að knýja fram breytingar þurfum við öll að vera í sama liði og stjórnendur leiki þar lykilhlutverk.
Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðsstjóri Advania segir að hjá Advania séu þau meðvituð um að til þess að knýja fram breytingar þurfum við öll að vera í sama liði og stjórnendur leiki þar lykilhlutverk. — Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson

Það er sjaldnast ein rétt leið að árangri. Við getum náð árangri með ólíkum aðferðum eða nálgun, enda eru engin tvö eins. Við erum ólík þegar kemur að því hvað okkur finnst best eða þægilegast að gera. Við erum með fjölbreytta styrkleika, búum við mismunandi aðstæður og höfum ólíkar þarfir. Til að ná árangri sem fyrirtæki er lykilatriði að skapa vinnuumhverfi sem tekur á móti þessum fjölbreytta hópi fólks, mætir ólíkum þörfum þess og býr til rými fyrir fólk til að nálgast verkefnin á þann máta sem það helst kýs. Vissulega bjóða verkefnin misvel upp á þennan sveigjanleika og því þarf að bera virðingu fyrir. Ég tel þó að mikið samkeppnisforskot felist í því að fyrirtæki reyni eftir fremsta megni að skapa inngildandi vinnustaðarmenningu, þar sem fólki er mætt þar sem það er statt, því líður vel og finnst það velkomið.

Skýr árangur

Advania hefur lengi lagt ríka

...