Traust er þáttur sem hefur áhrif á vinnustaðamenningu og það að vera til staðar fyrir starfsfólk.
Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir forstjóri Vinnueftirlitsins hvetur mannauðsfólk til að skoða menninguna í fyrirtækjum, þar sem sterk jákvæð tengsl eru á milli vellíðunar og öryggis.
Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir forstjóri Vinnueftirlitsins hvetur mannauðsfólk til að skoða menninguna í fyrirtækjum, þar sem sterk jákvæð tengsl eru á milli vellíðunar og öryggis. — Morgunblaðið/Eggert

Við viljum hvetja vinnustaði landsins til að innleiða heilbrigða vinnustaðamenningu, þar sem áhersla er lögð á vellíðan og öryggi starfsfólks,“ segir Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir forstjóri Vinnueftirlitsins. Hún talar jöfnum höndum um líkamlegt öryggi og sálfélagslegt öryggi, enda hvort tveggja mikilvægt.

„Hlutverk okkar er að fylgjast með að farið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda um öryggi og vellíðan starfsfólks á innlendum vinnumarkaði. Það gerum við með því að fara í vettvangsathuganir á vinnustaði, eiga í stafrænum samskiptum við vinnustaðina og sinna vinnuvélaskoðunum,“ segir Hanna Sigríður.

Hún segir Vinnueftirlitið leggja áherslu á mikilvægi þess að vinnustaðir landsins byggi upp heilbrigða vinnustaðamenningu, þar á meðal öryggismenningu, innan sinna raða. Æskilegt sé að þeir líti á öryggi og

...