Þess vegna er svo frábært og nauðsynlegt að vinnustaðurinn standi fyrir alls kyns verkefnum sem hafa tengslamyndun starfsfólks að leiðarljósi.
Ljósmynd tekin á hraðstefnumóti Mentorprógramms Arion á þessu ári.
Ljósmynd tekin á hraðstefnumóti Mentorprógramms Arion á þessu ári.

Hjá Arion starfa hátt í níu hundruð einstaklingar, kraftmikill hópur fólks á öllum aldri og með alls kyns bakgrunn, menntun og reynslu. Styrkur Arion-samstæðunnar felst í þessum öfluga hópi starfsfólks sem býður fjölbreyttum hópi viðskiptavina upp á margs konar lausnir í bankaþjónustu, tryggingum og eignastýringu.

Helga Halldórsdóttir forstöðumaður mannauðs segir að það sé margslungið og krefjandi verkefni en líka afar skemmtilegt að halda utan um svo stóran hóp og bjóða upp á fræðslu við hæfi. Ekki nægi að starfsfólk þekki einungis dagleg verkefni sín heldur sé brýnt að það þekki starfsemi Arion í heild sinni og sömuleiðis fjármálaumhverfið á Íslandi.

„Við erum þekkingar- og lærdómsfyrirtæki og því er afar mikilvægt að hlúa stöðugt að símenntun fólksins okkar en einnig að líðan og heilsu þess,“ segir Helga. Þetta er gert

...