Öll fyrirtæki vilja laða að og halda framúrskarandi starfsmönnum en fæstum tekst að auglýsa vörumerki sitt nægilega vel. Vinnustaðakynning aðgreinir fyrirtækið frá öðrum og sýnir fyrirtækið sem fyrsta valkost fyrir framúrskarandi starfsmenn.
Ariel Giusti segir að samkeppnin um framúrskarandi starfsfólk sé stöðugt að harðna og það sé því nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að kynna og efla fyrirtækjamenningu sína.
Ariel Giusti segir að samkeppnin um framúrskarandi starfsfólk sé stöðugt að harðna og það sé því nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að kynna og efla fyrirtækjamenningu sína. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Valdið hefur færst frá fyrirtækjum sem eru í leit að starfsmönnum yfir til starfsfólksins. Framúrskarandi starfsfólk er vandlátt og það fyllir það drifkrafti að starfa hjá fyrirtæki sem veitir því innblástur. Þetta snýst ekki bara um launin, framúrskarandi starfsfólk vill starf sem það getur vaxið í hjá fyrirtæki sem deilir gildum með því. Fyrirtæki þurfa að selja sig sem stað þar sem framúrskarandi starfsfólk getur blómstrað,“ segir Ariel Giusti, alþjóðlegur markaðsráðgjafi með MBA-gráðu frá Háskólanum í Denver í Bandaríkjunum, en hann og Árvakur hafa tekið höndum saman í verkefninu Vinnustaðakynning þar sem fyrirtækjum er hjálpað að laða til sín rétta starfsfólkið. Árvakur framleiðir og kynnir myndskeið um fyrirtæki þar sem starfsfólk þess ræðir hvernig er að vinna hjá fyrirtækinu. Með lifandi frásögnum eru dregnir fram styrkleikar fyrirtækja í augum væntanlegra starfsmanna. Marksækni með markvissum herferðum á samfélagsmiðlum mbl.is

...