Árangursdrifin menning felur í sér að skapa umhverfi þar sem starfsfólk er hvatt til að ná markmiðum sínum og árangri í starfi.
Hluti mannauðsteymis Íslandsbanka. Guðlaugur Örn Hauksson, Svava Mathiesen, Ásdís Erla Jónsdóttir og Thelma Sif Sævarsdóttir.
Hluti mannauðsteymis Íslandsbanka. Guðlaugur Örn Hauksson, Svava Mathiesen, Ásdís Erla Jónsdóttir og Thelma Sif Sævarsdóttir. — Morgunblaðið/Karítas

Hjá Íslandsbanka starfa um 750 manns, meirihlutinn í höfuðstöðvum en einnig í útibúum um allt land og á skrifstofu okkar í Póllandi. Mikil áhersla er lögð á góð og uppbyggileg samskipti sem stuðla að jákvæðri vinnustaðamenningu,“ segir Ásdís Erla Jónsdóttir, fræðslu- og starfsþróunarstjóri á mannauðssviði Íslandsbanka.

„Leiðarljós okkar er að bankinn sé vinnustaður vaxtar og á síðasta ári kynntum við nýja mannauðsstefnu þar sem við römmum betur inn áherslur okkar. Kjarninn í stefnunni er rík áhersla á fræðslu og vöxt, heilsu og vellíðan og nútímalegt vinnuumhverfi. Auðvitað þurfum við líka að ganga úr skugga um að við bjóðum samkeppnishæf starfskjör og hlunnindi og að vandað sé til verka í ráðningum og móttöku nýs starfsfólks. Við trúum því að þarna getum við haft raunveruleg áhrif, að áherslur í mannauðsmálum stuðli að helgaðra starfsfólki sem leggur sig fram við að

...