Þótt það líði ár á milli þess sem bækurnar koma út, þá líður tíminn ekki eins hratt í Mýrarsveitinni. Síðasta bók endaði að hausti og þessi hefst það sama haust, þegar krakkarnir byrja í skólanum,“ segir Sigrún Eldjárn barnabókahöfundur og…
Sigrún Eldjárn Hún segir að börn þurfi bækur og að ömmur og afar séu einn helsti markhópurinn.
Sigrún Eldjárn Hún segir að börn þurfi bækur og að ömmur og afar séu einn helsti markhópurinn. — Morgunblaðið/Eggert

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Þótt það líði ár á milli þess sem bækurnar koma út, þá líður tíminn ekki eins hratt í Mýrarsveitinni. Síðasta bók endaði að hausti og þessi hefst það sama haust, þegar krakkarnir byrja í skólanum,“ segir Sigrún Eldjárn barnabókahöfundur og teiknari, sem nýlega sendi frá sér þriðju bók sína í trílógíu þar sem segir frá nokkrum krökkum sem búa í útjaðri „grængolandi og stórhættulegrar mýrar“. Fyrst kom Ófreskjan í mýrinni, síðan Fjaðrafok í mýrinni og nú er það Fjársjóður í mýrinni.

„Í nýju bókinni eru gamalkunnar persónur úr fyrri bókunum tveimur, tvær fjölskyldur sem búa í mýrinni. Annars vegar strákurinn Móses sem býr með mömmunum sínum þremur og hins vegar þríburar sem búa með pabba sínum. Auk þess

...