Til að ná markmiði eru viðmið nauðsynleg. Núverandi staða og raunsætt markmið þarf að liggja fyrir.
Helgi Tómasson
Helgi Tómasson

Helgi Tómasson

Nýlega var sagt frá því að hagnaður fyrirtækis hefði aukist um 80% milli ára. Einhverjir litu á þetta sem ofurgróða sem bæri að skattleggja sérstaklega. Skynsamir einstaklingar skildu að hagnaðurinn árið áður hefði verið lítill. Hlutfallareikningur er varasamur ef viðmið er nálægt núlli, svo ekki sé minnst á sé það neikvætt. Eðlileg viðmið eru skynsömu fólki í blóð borin. Þetta virðist hafa misfarist þegar Íslendingar voru að stilla markmið sín í Parísarsamkomulaginu. Eðlilegt viðmið hefði til dæmis getað verið að útblástur miðaðist við að öll orka landsins væri búin til með jarðefnaeldsneyti. Félagsfræðingurinn og tölfræðikennarinn Bjørn Lomborg hefur talað af skynsemi um viðmið. Þegar sagt var að aldrei hefðu fleiri milljónir soltið á jörðinni benti hann á að aldrei hefði jafn lágt hlutfall jarðarbúa soltið. (Verdens sande tilstand.)

Menntakerfi

...