Ég er ótrúlega stoltur af hlutdeild okkar í aukningu starfsánægju innan fyrirtækja landsins og mun halda ótrauður áfram að búa til fleiri gögn og skapa aukið virði fyrir viðskiptavini okkar.
Það er huggulegt í höfuðstöðvum Moodup í Sjávarklasanum á Grandagarði.
Það er huggulegt í höfuðstöðvum Moodup í Sjávarklasanum á Grandagarði. — Morgunblaðið/Eggert

Davíð Tómas Tómasson hjá Moodup tók nýverið við keflinu af Birni Brynjúlfi Björnssyni sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Samhliða því starfi er hann alþjóðlegur körfuboltadómari. Hann segir fyrirtækið í mikilli sókn þessa dagana og að sumarið hafi verið vel nýtt í að bæta við nýjungum í kerfinu, en Moodup er hugbúnaður sem sendir út starfsánægjukannanir á starfsmenn fyrirtækja.

„Moodup var stofnað af æskuvini mínum Birni Brynjúlfi Björnssyni. Hann var í ráðgjafarverkefni fyrir Haga á sínum tíma þar sem eitt af verkefnunum var að finna skilvirka leið til að mæla starfsánægju innan fyrirtækisins. Eftir dágóða leit fann hann enga lausn sem honum fannst nægilega góð og stakk því upp á því við forstjóra Haga að hann hannaði sjálfur og þróaði hugbúnað og Hagar yrðu fyrsti viðskiptavinurinn. Þegar Moodup var orðið til sá hann fljótt hversu stórt fyrirtækið gæti orðið og hafði samband við

...