Í nútíma atvinnulífi þar sem samkeppni eykst stöðugt, tækniframfarir eru hraðar og vinnumarkaðurinn er sífellt að þróast er hæfni starfsfólks lykilþáttur í velgengni fyrirtækja.
Fyrirtæki sem fjárfesta í hæfniþróun starfsfólks stuðla að aukinni framleiðni og nýsköpun og tryggja sér samkeppnisforskot.
Fyrirtæki sem fjárfesta í hæfniþróun starfsfólks stuðla að aukinni framleiðni og nýsköpun og tryggja sér samkeppnisforskot. — Ljósmynd/Unsplash

Ljósmynd/Unsplash

Áttin er vinsælasti viðkomustaður fyrirtækja á netinu, en attin.is er íslensk vefgátt sem gegnir því hlutverki að taka á móti umsóknum fyrirtækja vegna fræðslustyrkja sem starfsfólki er boðið upp á af hálfu fyrirtækis. Áttin kemur umsóknunum til úrvinnslu hjá viðkomandi starfsmenntasjóði sem tengjast Áttinni og afgreiðir hver sjóður þá umsókn sem hann er tengdur við.

Tilurð Áttarinnar má rekja til þess að fyrir rétt rúmum níu árum hófst þróunarvinna að sameiginlegri vefgátt sem átti að stuðla að auknu samstarfi starfsmenntasjóða og auðvelda aðgengi fyrirtækja að styrkveitingu frá starfsmenntasjóðum á almenna markaðinum. Forsagan er bókun í kjarasamningum ASÍ og SA frá árinu 2013 og með hækkun á framlögum til fræðslu og starfsmenntasjóða árið 2015 skyldi verkefnið raungerast og verða að veruleika. Áttin.is leit svo

...