Góð vinnustaðaímynd er afleiðing góðrar menningar, góðra vinnubragða og góðs utanumhalds um núverandi starfsfólk.
Stjórn Mannauðs bregður á leik: Unnur Ýr Konráðsdóttir, Gyða Kristjánsdóttir, Þóra Margrét Pálsdóttir Briem, Adriana Karólína Pétursdóttir formaður Mannauðs, Helgi Héðinsson og Daníel Gunnarsson sem og framkvæmdastjóri Mannauðs, Sigrún Kjartansdóttir.
Stjórn Mannauðs bregður á leik: Unnur Ýr Konráðsdóttir, Gyða Kristjánsdóttir, Þóra Margrét Pálsdóttir Briem, Adriana Karólína Pétursdóttir formaður Mannauðs, Helgi Héðinsson og Daníel Gunnarsson sem og framkvæmdastjóri Mannauðs, Sigrún Kjartansdóttir. — Morgunblaðið/Eyþór

Mannauðsteymi hafa um langt skeið verið burðarás í fyrirtækjum og skipta lykilmáli þegar kemur að því að ná markmiðum í rekstri. Þau gegna ekki aðeins hlutverki í ráðningum og þjálfun heldur eru þau einnig mikilvægur hlekkur í mótun stefnu, eflingu samkeppnishæfni og mótun menningar og liðsheildar innan fyrirtækja.

Stöndum við á tímamótum?

Það þarf ekki að horfa mörg ár aftur í tímann til að sjá atvinnulífið hefur þróast hratt að undanförnu, eflaust hraðar en við höfum áður séð, og bendir margt til að þetta sé rétt byrjunin.

Í dag erum við með fjórar kynslóðir á vinnumarkaði þar sem þögla kynslóðin er mestöll sest í helgan stein og Z-kynslóðin er að koma inn á vinnumarkaðinn eins og stormsveipur með nýjar væntingar og áherslur til vinnuveitenda. Tækniþróun er í sögulegu hámarki með tilkomu og

...