Stöðug fræðsla fyrir starfsfólk er mikilvæg, bæði til að hlutirnir fari faglega fram og til að brýna seigluna í fólki.
Glæsilegur hópur starfsfólks Fræðslusetursins Starfsmenntar.
Glæsilegur hópur starfsfólks Fræðslusetursins Starfsmenntar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Guðfinna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Fræðslusetursins Starfsmenntar, sinnir endurmenntun starfsmanna hins opinbera. „Starfsmennt var stofnað árið 2001 og er afrakstur vakningar um að sinna þurfi vel fræðslu og þjálfun starfsfólks. Starfsmennt er stofnað í kjölfar kjarasamninga milli fjármála- og efnahagsráðuneytis og nokkurra stéttarfélaga innan BSRB og var til að byrja með aðeins ætlað að sinna tilteknum hópi ríkisstarfsfólks. Hópurinn hefur stækkað með árunum með tilkomu samstarfssamninga við ýmsa símenntunarsjóði,“ segir Guðfinna og bætir við:

„Hlutverk Starfsmenntar hefur frá upphafi verið að bjóða upp á og þróa leiðir til að efla hæfni opinberra starfsmanna og styðja stofnanir við að sinna fræðslumálum með það að markmiði að auka hæfni starfsfólks. Þannig geta stofnanir betur tekist á við breytingar í starfsumhverfi sínu.“

Býður upp

...