Flugskeytaárás Írana á Ísrael á þriðjudagskvöld hefur vakið spurningar um hvort til beinna hernaðarátaka muni koma milli þessara tveggja öflugustu hervelda í Mið-Austurlöndum og hvort Bandaríkin muni með beinum hætti blandast í átökin til að verja Ísrael
— AFP/Menahem Kahana

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Flugskeytaárás Írana á Ísrael á þriðjudagskvöld hefur vakið spurningar um hvort til beinna hernaðarátaka muni koma milli þessara tveggja öflugustu hervelda í Mið-Austurlöndum og hvort Bandaríkin muni með beinum hætti blandast í átökin til að verja Ísrael.

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði eftir árásina að Íranir hefðu gert mikil mistök. „Ef einhverjir ráðast á okkur þá ráðumst við á þá.“

Og sérfræðingar telja að átökin í Mið-Austurlöndum eigi eftir að magnast. AFP-fréttastofan hefur eftir Jordan Barkin, sérfræðingi í málefnum svæðisins, að þetta muni ekki enda vel.

„Netanjahú hefur ávallt svarað hratt og af krafti þegar honum er ögrað. Hófsemi er ekki

...