Traust skiptir máli, því það líður engum vel í vinnunni sem ekki er í góðum tengslum við yfirmann sinn.
Ragnhildur Bjarkadóttir og Hrefna Hugosdóttir stofnuðu Auðnast til að stuðla að félagslegu öryggi starfsfólks á vinnumarkaði.
Ragnhildur Bjarkadóttir og Hrefna Hugosdóttir stofnuðu Auðnast til að stuðla að félagslegu öryggi starfsfólks á vinnumarkaði. — Ljósmynd/Aðsend

Árið 2014 var fyrirtækið Auðnast stofnað af Hrefnu Hugosdóttur og Ragnhildi Bjarkadóttur en þær hafa verið vinkonur frá barnæsku. Hrefna og Ragnhildur stofnuðu Auðnast til að stuðla að félagslegu öryggi starfsfólks á vinnumarkaði. Samhliða því stofnuðu þær Auðnast klíník þar sem boðið er upp á þverfaglega meðferð, handleiðslu og ráðgjöf fyrir einstaklinga. Hugmyndafræði Auðnast byggist á að gera vinnustaði sjálfbæra í vinnuvernd, forvörnum og öryggi og að aðstoða einstaklinga við að vera ábyrgir fyrir eigin líðan og heilsu.

„Við viljum að öll fái tækifæri til að verða sérfræðingar í eigin heilsu um leið og við aðstoðum vinnustaði við að skapa rými og þekkingu til að styðja við heilbrigða og uppbyggilega vinnumenningu,“ segja þær. Hrefna og Ragnhildur eru báðar fjölskyldufræðingar og sérfræðingar í vinnuvernd. Hrefna er einnig hjúkrunarfræðingur að mennt og Ragnhildur er

...