Það er fyrsta flokks upplifun að fara á knattspyrnuleik í neðri deildum Englands. Bakvörður gerði það einmitt síðastliðinn laugardag þar sem Birmingham – Peterborough varð fyrir valinu. Leikurinn fór fram á hinum fornfræga St

Gunnar Egill

Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Það er fyrsta flokks upplifun að fara á knattspyrnuleik í neðri deildum Englands. Bakvörður gerði það einmitt síðastliðinn laugardag þar sem Birmingham – Peterborough varð fyrir valinu.

Leikurinn fór fram á hinum fornfræga St. Andrews-leikvangi í Birmingham, sem tekur tæplega 30.000 áhorfendur. Á þessum heimavelli Birmingham frá árinu 1906 voru rúmlega 27.000 áhorfendur mættir á leik í C-deildinni.

Birmingham hafði sigur, 3:2, eftir að Peterborough hafði komist í 0:2 snemma leiks. Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson hóf endurkomuna með því að minnka muninn fyrir Birmingham í fyrri hálfleik og var að öðrum ólöstuðum besti maðurinn á

...