Góðar mannauðslausnir skapa þannig meiri tíma fyrir mannlega þáttinn.
Berglind Lovísa Sveinsdóttir, vörustjóri hjá Sérlausnum Advania.
Berglind Lovísa Sveinsdóttir, vörustjóri hjá Sérlausnum Advania. — Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson

Megináhersla vinnustaða er að stjórnendur sem þar starfa hafi rými til að nýta tímann fyrir mannlega þáttinn þar sem stjórnendur og mannauðsfólk mæta starfsfólki á þeim stað þar sem það er. Undirstaða þess verkefnis er að vera með góðar lausnir til að vinna með sér í mannauðsmálum. Lausnir sem styðja alla hagsmunaaðila, frá launa- og mannauðssérfræðingum til stjórnenda. Þaðan skilar virðið sér til starfsmanna með réttum launum og upplýsingum um launakjör og réttindi. Góðar mannauðslausnir skapa þannig meiri tíma fyrir mannlega þáttinn.

Fyrir launasérfræðinga sem sjá um útreikning og umsýslu launa þarf lausnin að bjóða upp á öfluga vinnslu til að létta vinnu þeirra, góða afstemmingarmöguleika og einnig rafræn skil á upplýsingum til banka, skuldareiganda og RSK. Lausnin þarf líka að styðja við öruggt flæði upplýsinga í aðrar lausnir.

...