„Mér líst mjög vel á deildina í ár. Tilfinningin er sú að hún hafi orðið sterkari með hverju árinu undanfarinn áratug,“ sagði Pavel Ermolinskij, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í körfuknattleik, í samtali við Morgunblaðið
Reyndur Pavel Ermolinskij gerði Tindastól að Íslandsmeisturum árið 2023 sem þjálfari og er nú aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands.
Reyndur Pavel Ermolinskij gerði Tindastól að Íslandsmeisturum árið 2023 sem þjálfari og er nú aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands. — Morgunblaðið/Eggert

Körfuboltinn

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

„Mér líst mjög vel á deildina í ár. Tilfinningin er sú að hún hafi orðið sterkari með hverju árinu undanfarinn áratug,“ sagði Pavel Ermolinskij, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í körfuknattleik, í samtali við Morgunblaðið.

„Það er mjög ánægjulegt og það er gaman að sjá að það eru mörg andlit, þá er ég helst að tala um erlenda leikmenn, sem halda sér í deildinni þótt þeir kannski fari á milli liða.

Það myndast smá festa í þessu. Alltaf á þessum tíma líst mér rosalega vel á þetta og í mjög langan tíma hefur deildin staðið undir sér,“ hélt hann áfram.

Keppni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik hefst

...