Símenntun er á margan hátt fjárfesting í mannauði landsins og frábær leið til að efla tengsl víða í samfélaginu og skapa tækifæri.
Framboð á starfstengdum námskeiðum er mikið á haustmisseri og segir Þórdís Halla Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Framboð á starfstengdum námskeiðum er mikið á haustmisseri og segir Þórdís Halla Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. — Ljósmynd/Aðsend

Endurmenntun Háskóla Íslands hefur verið í fararbroddi í endur- og símenntun á Íslandi í yfir 40 ár og teygir anga sína víða með margþættum tengslum við samfélagið. Þórdís Halla Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, hefur umsjón með lengra námi og stuttum námskeiðum, þróun þeirra og nýsköpun. Starf Þórdísar er fjölbreytt og hún segir enga tvo daga eins. Henni finnst einna mest spennandi að hitta fjölbreyttan hóp kennara sem hefur áhuga á að kenna hjá Endurmenntun HÍ, hver með sitt áhuga- og sérsvið. Einnig sé frábært að vera hluti af starfshópi sem hjálpar fólki við að koma huganum á hreyfingu og kynnir því ýmsar nýjungar og tækifæri sem efla í leik og starfi.

Stefna Endurmenntunar HÍ er að vera ávallt eftirsóknarverður valkostur til símenntunar og þar starfar fjölbreyttur hópur færustu kennara landsins á hverju

...