Að fjárfesta í áhrifaríkri fræðslu fyrir fólk er lykilatriði í að byggja upp eða viðhalda inngildandi starfsumhverfi þar sem öll geta blómstrað.
Í lok árs 2023 var Öldu-hugbúnaðurinn valinn á lista ráðgjafarfyrirtækisins Gartner yfir leiðandi tæknilausnir sem bjóða upp á mælikvarða og markmiðasetningu í fjölbreytileika og inngildingu (DEI) en einungis fimm aðrar lausnir voru nefndar.
Í lok árs 2023 var Öldu-hugbúnaðurinn valinn á lista ráðgjafarfyrirtækisins Gartner yfir leiðandi tæknilausnir sem bjóða upp á mælikvarða og markmiðasetningu í fjölbreytileika og inngildingu (DEI) en einungis fimm aðrar lausnir voru nefndar. — Ljósmyndir/Óli Már

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé og Sigyn Jónsdóttir hjá Öldu segja að ef vinnustaðurinn er ekki inngildandi – þannig að öll geti blómstrað sama hver þau eru – muni fjölbreyttir hópar ekki haldast í starfi á vinnustaðnum. „Alda er hugbúnaðarfyrirtæki sem býður upp á tæknilausn fyrir fjölbreytileika og inngildingu (DEI eða Diversity, Equity & Inclusion). Í Öldu geta fyrirtæki og stofnanir nálgast allt á einum stað sem tryggir þeim árangursríka vegferð í þessum mikilvæga málaflokki. Öldu-lausnin býður upp á greiningu, markmiðasetningu, aðgerðaáætlun sérsniðna af gervigreind og leikjavædda örfræðslu – allt á einum stað! Þetta veitir fyrirtækinu ákveðna sérstöðu á heimsvísu og forskot á alþjóðlegum markaði fyrir DEI-lausnir,“ segja þær Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, stofnandi og framkvæmdastjóri, og Sigyn Jónsdóttir, meðstofnandi og tæknistjóri fyrirtækisins.

Með

...