Tamim bin Hamad Al-Thani, emír af Katar, lýsti yfir fullum stuðningi sínum við Líbanon í gær á samfélagsmiðlinum X í ljósi sóknar Ísraela gegn Hisbollah. Emírinn sagði að Katar væri að stýra úrræðum til að aðstoða flóttafólk í Líbanon sem verður fyrir árásunum. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Líbanon hafa yfir þúsund manns látist í loftárásum undanfarna daga.

„Þau mistök alþjóðasamfélagsins að stöðva ekki stríðið á Gasa gáfu grænt ljós á að auka átökin,“ sagði Al-Thani í gær.