Á Akranesi Krakkarnir hennar Svönu ásamt afa og ömmu Svönu.
Á Akranesi Krakkarnir hennar Svönu ásamt afa og ömmu Svönu.

Svanfríður Þóra Gísladóttir er fædd 4. október 1974 á Akranesi og ólst þar upp. „Ég átti mikinn og stóran vinahóp og við höldum enn saman, 20 manns. Við vorum heppin að hitta á einstakan árgang með fullt af skapandi og kraftmiklum einstaklingum. Það var mjög gaman að alast upp á Akranesi.“

Svana stundaði leiklist, var formaður leiklistarklúbbsins í Fjölbraut og var alltaf í kórum og hljómsveitum. Svo var hún ritstjóri skólablaðsins. „Ég hef alltaf lesið mikið og skrifaði líka svolítið þegar ég var yngri en ekki lengur.“

Svana gekk í Brekkubæjarskóla og varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. „Ég flutti síðan strax til London. Þar var ég að læra óperusöng, en það var bara afsökun til að fá að flytja út ein og ung. Ég vildi vinna í músíkbransanum en ekki við óperur.“

...