Drottning, svartir kettir, stafróf knattspyrnunnar og þyrlur er meðal þess sem kemur fyrir í haustútgáfunni hjá Bókaútgáfunni Hólum. Ýmsar bækur almenns efnis eru á listanum. Drottningin í Dalnum, eftir Eggert Á
Guðjón Ingi Eiríksson
Guðjón Ingi Eiríksson

Drottning, svartir kettir, stafróf knattspyrnunnar og þyrlur er meðal þess sem kemur fyrir í haustútgáfunni hjá Bókaútgáfunni Hólum.

Ýmsar bækur almenns efnis eru á listanum. Drottningin í Dalnum, eftir Eggert Á. Sverrisson sagnfræðing, segir frá ævi Guðrúnar Margrétar Þorsteinsdóttur og sona hennar í Vatnsdal. „Foreldrar hennar urðu að láta hana frá sér vegna fátæktar og ómegðar þegar hún var þriggja ára. Hún eignaðist þrjú börn og varð ekkja í annað sinn 42 ára. Í kjölfarið keypti hún jörðina Haukagil í Vatnsdal og bjó þar með reisn í 26 ár,“ segir í kynningartexta.

Okei, eftir Sigurð Ægisson, fjallar um leitina að upphafi þekktasta orðatiltækis í heimi, OK, sem sagt er þekktasta útflutningsvara Bandaríkjanna, fyrr og síðar. Svartir kettir, fullt tungl og rauðhærðar konur

...