Forlagið Ormstunga gefur út þrjá titla í ár. Hið víðfræga verk Siddharta eftir Hermann Hesse í þýðingu Haralds Ólafssonar er þegar komið út. „Þessi indverska sögn er þrungin búddískum og taóískum þankagangi í rytmískum frásagnarstíl Búdda
Sveinn Einarsson
Sveinn Einarsson

Forlagið Ormstunga gefur út þrjá titla í ár. Hið víðfræga verk Siddharta eftir Hermann Hesse í þýðingu Haralds Ólafssonar er þegar komið út. „Þessi indverska sögn er þrungin búddískum og taóískum þankagangi í rytmískum frásagnarstíl Búdda. Fáar bækur í heiminum hafa verið þýddar á jafnmörg tungumál, í Evrópu einni á um 40 þjóðtungur,“ segir útgefandinn.

Yfirheyrslan yfir Ottó B. eftir Wolfgang Schiffer nefnist annað verk frá Ormstungu en það er gefið út sem rafbók og er í þýðingu Franz Gíslasonar. „Bókin rekur þroskaferil ungs manns eins og hann birtist í svörum hans sjálfs fyrir rétti. Stúdentaóeirðir og ýmis örvæntingarfull viðbrögð æskufólks við stöðnuðu samfélagi sjöunda áratugar tuttugustu aldar mynda lítt sýnilegan bakgrunn frásagnarinnar. Þrátt fyrir alvöru málsins er lýsingin blönduð skopi og meinlegu háði,“ segir

...