Vonandi draga allir lærdóm af því vaxtaumhverfi sem hér hefur verið

Nýjustu vaxtaákvörðun Seðlabankans var mun betur tekið en mörgum sem á undan fóru og þarf ekki að undra. Vaxtahækkanir, eða ákvarðanir um að halda vöxtum háum, eru ekki til vinsælda fallnar, ólíkt vaxtalækkunum. Þó er það auðvitað svo að vaxtahækkanir eru stundum óhjákvæmilegar og við þær aðstæður sem verið hafa hefur gagnrýni á Seðlabankann ekki verið réttmæt. Hann hefur í meginatriðum verið að bregðast við aðstæðum.

Að þessu sinni var bankinn einnig að bregðast með eðlilegum hætti við aðstæðum. Vísbendingar voru komnar fram um að ástæða væri til að fara að lækka vexti þó að hægt væri að deila um hvort breytingin ætti að vera stór eða smá og hvort hún ætti að koma strax eða á næsta fundi.

Smávægileg breyting nú er líklega skynsamleg og jákvætt innlegg í þróun efnahagsmála og þó að 25 punktar við núverandi vaxtastig hafi ekki mikil bein

...