Nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Mark Rutte, heimsótti Kænugarð í gær og ræddi við Volodimír Selenskí forseta Úkraínu. Rutte sagði við forsetann að hann hefði valið Kænugarð til að fara í sína fyrstu opinberu heimsókn til að gera öllum…
Kænugarður Mark Rutte hitti Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær.
Kænugarður Mark Rutte hitti Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. — AFP/Anatolii Stepanov

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

Nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Mark Rutte, heimsótti Kænugarð í gær og ræddi við Volodimír Selenskí forseta Úkraínu. Rutte sagði við forsetann að hann hefði valið Kænugarð til að fara í sína fyrstu opinberu heimsókn til að gera öllum ljóst að NATO stæði með Úkraínu og það væri forgangsverkefni að „tryggja að Úkraína sigraði“.

Selenskí hefur reitt sig á milljarða dollara stuðning bandalagsins til að verjast árásum Rússa og hefur sagt að án áframhaldandi stuðnings eigi landið enga möguleika gegn „rússneska birninum“.

Það er þó alltaf spurning um útfærslu á stuðningi og Selenskí hefur verið óánægður með seinagang á sendingum hergagna til landsins og gagnrýnt takmarkanir bandalagsins á því að Úkraína geti snúið vörn í sókn. „Við

...