Dæmi eru um að orlofsuppgjör við starfslok embættismanna Reykjavíkurborgar feli í sér greiðslur fyrir margra mánaða uppsafnað orlof frá fyrri árum. Sumir æðstu embættismenn borgarinnar virðast þannig hafa tekið sér hófleg sumarfrí árum saman, en…

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Dæmi eru um að orlofsuppgjör við starfslok embættismanna Reykjavíkurborgar feli í sér greiðslur fyrir margra mánaða uppsafnað orlof frá fyrri árum. Sumir æðstu embættismenn borgarinnar virðast þannig hafa tekið sér hófleg sumarfrí árum saman, en safnað upp óteknum orlofsdögum, sem síðan var greitt fyrir við starfslok þeirra hjá borginni.

Þetta kemur fram í svari mannauðs- og starfsumhverfissviðs, sem lagt var fram á fundi borgarráðs í gær,

...