Ljóðaháttur er annar aðalbragarhátta eddukvæða, fyrir utan fornyrðislag. Kvæði ort undir þessum hætti eru oft notuð til að koma á framfæri lífsspeki. Frægasta ljóðaháttarkvæðið er Hávamál, mál hins Háa, Óðins
Í brennidepli „Kristján heiti ég Ólafsson.“
Í brennidepli „Kristján heiti ég Ólafsson.“

Tungutak

Þórhallur Eyþórsson

tolli@hi.is

Ljóðaháttur er annar aðalbragarhátta eddukvæða, fyrir utan fornyrðislag. Kvæði ort undir þessum hætti eru oft notuð til að koma á framfæri lífsspeki. Frægasta ljóðaháttarkvæðið er Hávamál, mál hins Háa, Óðins. Orðaröðin er tiltölulega eðlileg og svipuð og í óbundnu máli. Hér er setning úr Hávamálum með frumlag í fyrsta sæti:

Ósnotur maður / hyggur sér alla vera

viðhlæjendur vini.

Kvæðum undir ljóðahætti er venjulega skipt í tvo helminga, sem hvor um sig er þrjú vísuorð. Stuðlar binda fyrstu vísuorðin saman en það þriðja er sér um stuðla. Oft er leikið

...