Fyrir ári frumsýnd leikhópurinn Umskiptingar fyrsta ævintýrið í brúðuleikhússeríu sem kallast Töfrabækurnar og nú verður annað verkið frumsýnt en það nefnist Fóa og Fóa feykirófa
Brúðuleikhús Töfrabækurnar eru röð af brúðuleiksýningum sem Umskiptingar sýna.
Brúðuleikhús Töfrabækurnar eru röð af brúðuleiksýningum sem Umskiptingar sýna.

Fyrir ári frumsýnd leikhópurinn Umskiptingar fyrsta ævintýrið í brúðuleikhússeríu sem kallast Töfrabækurnar og nú verður annað verkið frumsýnt en það nefnist Fóa og Fóa feykirófa.

Verkið verður frumsýnt á morgun, 6. október, kl. 15 í Leikhúsinu á Möðruvöllum í Hörgársveit og verða sýningar þar á sunnudögum í október og fyrstu helgi í nóvember. Töfrabækurnar munu einnig ferðast um nærliggjandi sveitarfélög alla laugardaga í október og sýna á Kópaskeri, Húsavík, Þingeyjarsveit, Dalvík og Siglufirði.

Töfrabækurnar eru brúðuleikhússería fyrir yngstu börnin þar sem unnið er með þjóðsögur og eru sýningarnar einstaklega aðgengilegar sem fyrsta leikhúsupplifun barna, að því er fram kemur í tilkynningu frá Umskiptingum. Eftir sýningar verður boðið upp á föndur, kaffi og kruðerí. Miðasala fer fram á vefnum tix.is.

...