Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård eru sænskir meistarar í fótbolta eftir sigur á Íslendingaliðinu Kristianstad á heimavelli í gærkvöldi, 2:1. Guðrún lék allan leikinn að vanda. Tímabil Rosengård hefur verið fullkomið til þessa,…
Meistari Guðrún Arnardóttir er sænskur meistari í þriðja sinn.
Meistari Guðrún Arnardóttir er sænskur meistari í þriðja sinn. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård eru sænskir meistarar í fótbolta eftir sigur á Íslendingaliðinu Kristianstad á heimavelli í gærkvöldi, 2:1. Guðrún lék allan leikinn að vanda. Tímabil Rosengård hefur verið fullkomið til þessa, því liðið hefur unnið alla 22 leiki sína hingað til og er með 83 mörk í plús, tæplega 40 mörkum meira en næsta lið. Guðrún gekk í raðir Rosengård árið 2021 og varð einnig meistari sama ár og aftur ári síðar.