Norska fyrirtækið Skretting er í hópi þeirra öflugustu í heimi á sviði fóðurframleiðslu fyrir fiskeldi. Nýlega var haldið upp á 125 ára afmæli félagsins en rætur rekstrarins liggja í sölu á fóðri og vélbúnaði fyrir landbúnað
Verksmiðja Skretting í Averøy er engin smásmíði. Meðal þess sem gæti myndað flöskuháls í fóðurframleiðslu er framboð af EPA og DHA fitusýrum en ýmsar leiðir má fara til að leysa vandann.
Verksmiðja Skretting í Averøy er engin smásmíði. Meðal þess sem gæti myndað flöskuháls í fóðurframleiðslu er framboð af EPA og DHA fitusýrum en ýmsar leiðir má fara til að leysa vandann. — Ljósmyndir/Skretting

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Norska fyrirtækið Skretting er í hópi þeirra öflugustu í heimi á sviði fóðurframleiðslu fyrir fiskeldi. Nýlega var haldið upp á 125 ára afmæli félagsins en rætur rekstrarins liggja í sölu á fóðri og vélbúnaði fyrir landbúnað. Kaflaskipti urðu síðan fyrir liðlega 60 árum þegar Skretting sneri sér að fóðursölu til fiskeldisfyrirtækja og var velgengnin slík að í dag er félagið með viðskiptavini í 40 löndum, og útibú víðs vegar um Evrópu, Asíu, Afríku og Norður- og Suður-Ameríku.

Håvard Walde stýrir Skretting í Noregi og segir hann að félagið hafi allt frá fyrstu tíð lagt áherslu á sjálfbærni og vöruþróun og að sterka stöðu fyrirtækisins í dag megi ekki síst skrifa á langtímahugsun. „Mælt í magni framleiðum við meira fóður fyrir rækjueldi en laxeldi, en það er í laxeldinu sem vöxturinn

...