En það var enginn sem kenndi mér á tæknilegu hliðina. Allt í einu sit ég fyrir framan tölvuna og veit í raun ekkert hvað ég á að gera.
Þóra og Tinna benda á gallana í refsivörslukerfinu.
Þóra og Tinna benda á gallana í refsivörslukerfinu. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Margsinnis hefur komið fram, t.a.m. í skýrslum og fjölmiðlum, að aðstöðu og þjónustu við kvenfanga á Íslandi sé verulega ábótavant. Blaðamaður hittir þær Þóru Björgu Sirrýjardóttur, 35 ára, og Tinnu Hilmarsdóttur Konudóttur, 39 ára, sem báðar hafa afplánað dóma í fangelsum hérlendis og fékk þær til að deila reynslu sinni af íslenska refsivörslukerfinu. Þóra afplánaði þrisvar í kvennafangelsinu í Kópavogi og á Kvíabryggju en Tinna sat inni á Hólmsheiði og á Sogni.

Nokkuð ljóst er á samtalinu við þær að kerfið hafi brugðist og að frjáls og óháð félagasamtök og aðrir samfangar hafi veitt aðstoð sem þær hefðu átt að fá frá yfirvöldum.

Í skýrslu frá umboðsmanni Alþingis í júlí 2023, sem er niðurstaða vettvangsrannsóknar í fangelsunum, kemur m.a. fram að minna er um atvinnutækifæri fyrir kvenfanga og er tilmælum beint til mennta-

...