Það gæti komið lesendum á óvart hversu mikið magn vatnslagna þarf til að reisa eina landeldisstöð. „Bæði þarf að leiða vatn af stóru svæði til stöðvarinnar og erum við að tala um rúmlega hundrað borholur við þessi stóru eldi sem verið er að reisa í dag þar sem vatni og sjó er dælt upp úr jörðu
— Ljósmynd/Guðmundur Karl

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Það gæti komið lesendum á óvart hversu mikið magn vatnslagna þarf til að reisa eina landeldisstöð. „Bæði þarf að leiða vatn af stóru svæði til stöðvarinnar og erum við að tala um rúmlega hundrað borholur við þessi stóru eldi sem verið er að reisa í dag þar sem vatni og sjó er dælt upp úr jörðu. Þessu þarf síðan að dreifa í tanka og leiða í burtu með fráveitulögnum og þegar allt er komið getum við verið að tala um nokkur hundruð kílómetra af lögnum í það heila í einni stöð.“

Þetta segir Valdimar Hjaltason, sölustjóri hjá Set á Selfossi.

Set er rótgróið fjölskyldufyrirtæki, stofnað 1968 sem Steypuiðjan en tók upp núverandi nafn árið 1978. Fyrsta áratuginn fékkst félagið einkum við framleiðslu á steyptum rörum en síðan tók við framleiðsla

...