Glöð Fagnað fyrir utan Safnahúsið.
Glöð Fagnað fyrir utan Safnahúsið.

Haustúthlutun úr myndlistarsjóði fór fram nýverið í Safnahúsi Listasafns Íslands en þar var jafnframt kynntur nýr samstarfssamningur við Sequences-myndlistartvíæringinn. Alls hlutu 60 verkefni brautargengi að þessu sinni en úthlutað var 33.300.000 kr. Sjóðnum bárust 187 umsóknir og sótt var um styrki upp á rúmlega 200 milljónir króna. Í flokknum „sýningarstyrkir“ barst 121 umsókn. Alls hlutu 40 verkefni styrki fyrir alls 21.300.000 kr. Í flokknum „undirbúningsstyrkir” bárust 36 umsóknir. Ellefu verkefni hlutu styrk fyrir alls 7.000.000 kr. Í flokknum „útgáfu-, rannsóknar- og aðrir styrkir“ bárust 30 umsóknir. Níu verkefni hlutu styrki fyrir alls 5.000.000 kr. Samningurinn við Sequences gerir ráð fyrir 3.000.000 kr. styrk á ári til ársins 2027 en hátíðin hefur verið haldin frá árinu 2006.