Mikil tilhlökkun er meðal íbúa á Djúpavogi vegna októberfests sem haldið verður þar í fyrsta sinn í kvöld. Þýskur matur og sérbruggaður bjór úr brugghúsi staðarins verða í aðalhlutverki. Greta Mjöll Samúelsdóttir, einn skipuleggjenda, segir að októberfestið sé hugmynd sem undið hafi upp á sig
Menningarstofnun Faktor brugghús hefur slegið í gegn á Djúpavogi.
Menningarstofnun Faktor brugghús hefur slegið í gegn á Djúpavogi.

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Mikil tilhlökkun er meðal íbúa á Djúpavogi vegna októberfests sem haldið verður þar í fyrsta sinn í kvöld. Þýskur matur og sérbruggaður bjór úr brugghúsi staðarins verða í aðalhlutverki.

Greta Mjöll Samúelsdóttir, einn skipuleggjenda, segir að októberfestið sé hugmynd sem undið hafi upp á sig. Fólk hafi einfaldlega langað að gera sér glaðan dag. „Við höfum lært það á litlum stað að þú getur annaðhvort röflað um að það sé aldrei neitt í boði eða bara vaðið í verkin og látið hlutina gerast,“ segir hún.

...