Eftir hátt í tvö hundruð milljóna króna skýrslugerð er kynnt sú niðurstaða að það komi enn til álita að gera nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Öllum er auðvitað ljóst að þetta er hrein fásinna, ekki síst eftir eldgos undanfarinna ára á svæðinu, en jafnvel fyrir þá atburði. Samt ræða þetta ýmsir eins og þetta sé enn inni í myndinni og telja ástæðu til að skrifa fleiri skýrslur og væntanlega enn dýrari en þá gagnslausu sem nú liggur fyrir.

Meðal þess sem kemur fram í öllum þeim pappírum, en látið var undir höfuð leggjast að kynna, var að í forsendum er ekki gert ráð fyrir þeim hraunum sem runnið hafa á liðnum árum á Reykjanesskaga.

Eða eins og þar segir: „Að lokum skal tekið fram að forsendur í þessari skýrslu eru byggðar á stöðu þekkingar áður en eldvirkni gerði vart við sig á ný á Reykjanesskaga og gosin í Fagradalsfjalli árið 2021

...