Hann skóp fjölda listaverka sem léðu ekki aðeins sál hans rödd, heldur sálum okkar allra.“ Þessi eftirmæli Kyles Youngs, framkvæmdastjóra Frægðarhallar sveitatónlistarinnar, um bandaríska tónlistarmanninn Kris Kristofferson enduróma ágætlega…
Kris Kristofferson snerti ófá hjörtun á langri ævi.
Kris Kristofferson snerti ófá hjörtun á langri ævi. — AFP/Chris Delmas

Hann skóp fjölda listaverka sem léðu ekki aðeins sál hans rödd, heldur sálum okkar allra.“

Þessi eftirmæli Kyles Youngs, framkvæmdastjóra Frægðarhallar sveitatónlistarinnar, um bandaríska tónlistarmanninn Kris Kristofferson enduróma ágætlega andann í því sem sagt hefur verið eftir að hann féll frá um liðna helgi. „Þvílíkur höfundur. Þvílíkur leikari. Þvílíkur vinur,“ sagði Dolly Parton og Barbra Streisand kvaðst hafa áttað sig á því um leið og hún sá hann leika að hann byggi að náðargáfu. Hún stóð síðast á sviði með Kristofferson í Lundúnum árið 2019 og þá var hann laugaður í þakklæti og virðingu. Vinsældir hans náðu langt út fyrir Bandaríkin.

„Friðarsinni, byltingarmaður, leikari, stórstjarna, kyntákn og fjölskyldumaður,“ stóð í yfirlýsingu frá fjölskyldu Kristoffersons sem þakkaði

...