Gísli markvörður Þorkelsson slær boltann frá marki KR-b gegn Keflavík.
Gísli markvörður Þorkelsson slær boltann frá marki KR-b gegn Keflavík.

Hið fornfræga félag KR hefur átt undir högg að sækja á vettvangi sparkmennta í sumar og fyrir vikið gleðjast ugglaust ýmsir þegar þeim er boðið sextíu ár aftur í tímann en þá átti KR ekki bara eitt, heldur tvö lið í undanúrslitum bikarsins.

B-lið KR gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Keflavíkur í átta liða úrslitum, 2:0. Morgunblaðið sagði Keflvíkinga hafa mætt sigurvissa til leiks og líklega aðeins til að telja öll mörkin sem þeir ætluðu að skora. „En þeir fengu að kynnast því strax í byrjun að í b-liði KR eru engar „tildurdrósir“, heldur menn sem að minnsta kosti í þessum leik börðust eins og þúsundir áhorfenda æskja þess að knattspyrnulið berjist.“

A-liðið var í meira basli gegn Akureyringum; vann þó 1:0 með marki undir blálokin. „Raunar ættu a-liðs menn KR að senda Einari Hjartarsyni dómara leiksins blómvönd

...