Hraðdrykkjumeistarinn Mike Jack náði að gera nokkuð sem margir héldu að væri ómögulegt – en hann hefur slegið metið í því að drekka Capri Sun með papparöri.

Þetta kemur fram á vef heimsmetabókar Guinness en þar er fullyrt að verkefnið sé töluvert erfiðara en fólk heldur. Margir, þar á meðal Mike, höfðu oft reynt að slá metið áður en kappinn sló metið loks í vikunni. Hann þakkar eiginkonu sinni og þjálfara Jamie fyrir góð ráð sem færðu honum heimsmetið sem hann náði með því að drekka sykraða ávaxtadrykkinn með papparöri á 21,71 sekúndu. Þess má geta að heimsmetið í að drekka Capri Sun með plaströri er ekki nema 8,02 sekúndur en það er hann Fayis Nazer frá Indlandi sem náði því meti. Það er því ljóst að það er töluverður munur á því að nota papparör eða plaströr. Sjáðu heimsmetið á K100.is.